Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 324/2008

Nr. 324/2008 12. mars 2008
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, með síðari breytingum.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett vegna gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 211/2007 frá 27. febrúar 2007, sbr. 2. gr.

2. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2007 frá 28. september 2007 gildir eftirtalin EB-gerð hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af IX. viðauka við EES-samninginn um fjármálaþjónustu, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 211/2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar fjármálaupplýsingar í lýsingum þegar um er að ræða útgefanda sem hefur að baki margþættan fjármálaferil eða hefur tekið á sig umtalsverðar fjármálaskuldbindingar.

3. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB og jafnframt sem fylgiskjöl með reglugerð þessari (fylgiskjöl I og II).

4. gr.

Ef ósamræmi er milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 211/2007 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 54. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 12. mars 2008.

Björgvin G. Sigurðsson.

Áslaug Árnadóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2008