1. gr. Eftirfarandi EES-gerð skal öðlast gildi hér á landi: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2014, frá 30. apríl 2014, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í fylgiskjali. 2. gr. Innleiðing. Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 62/2014, frá 30. apríl 2014. 3. gr. Lagastoð og gildistaka. Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, sbr. 1. gr. laga um breytingu á þeim lögum nr. 52/2014. Jafnframt fellur brott reglugerð sama efnis nr. 523/2014. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 6. júní 2014. F. h. r. Sigríður Auður Arnardóttir. Danfríður Skarphéðinsdóttir. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |