1. gr. Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2013, frá 3. maí 2013, um að bæta við IX. viðauka EES-samningsins og taka upp í innlendan rétt reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 862/2012, um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 að því er varðar upplýsingar um samþykki fyrir notkun lýsingarinnar, upplýsingar um undirliggjandi vísitölur og kröfuna um skýrslu frá óháðum skoðunarmönnum eða endurskoðendum. 2. gr. Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 862/2012 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar um samþykki fyrir notkun lýsingarinnar, upplýsingar um undirliggjandi vísitölur og kröfuna um skýrslu frá óháðum skoðunarmönnum eða endurskoðendum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28, frá 16. maí 2013, bls. 425. 3. gr. Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 862/2012 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum. 4. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 54. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 10. júlí 2013. F. h. r. Þórhallur Arason. Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir. |