Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1171/2011

Nr. 1171/2011 20. desember 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010.

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Við útreikning jöfnunarframlaga, skv. d-lið 7. gr., a- og b-lið 8. gr., sbr. 12. og 13. gr. og 9. gr. skulu framlög til þeirra sveitarfélaga þar sem heildarskatttekjur eru a.m.k. 50% umfram landsmeðaltal, þ.e. útsvar og fasteignaskattur á hvern íbúa miðað við fullnýtingu þeirra tekjustofna, vera sem hér segir:

  • Frá og með 1. janúar 2012 nemur skerðing framlaganna 50%.
  • Frá og með 1. janúar 2013 falla framlögin niður.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2012.

Innanríkisráðuneytinu, 20. desember 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 21. desember 2011