Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 46/2014

Nr. 46/2014 26. maí 2014
LÖG
um gjaldskrárlækkanir o.fl.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004,
með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „56,55 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 56 kr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:

  1. 4. mgr. orðast svo:
    Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg

Kílómetra-
gjald, kr.

Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg

Kílómetra-
gjald, kr.

10.000–11.000

0,28

21.001–22.000

  6,91

11.001–12.000

0,89

22.001–23.000

  7,52

12.001–13.000

1,49

23.001–24.000

  8,12

13.001–14.000

2,10

24.001–25.000

  8,71

14.001–15.000

2,70

25.001–26.000

  9,31

15.001–16.000

3,31

26.001–27.000

  9,92

16.001–17.000

3,90

27.001–28.000

10,53

17.001–18.000

4,50

28.001–29.000

11,13

18.001–19.000

5,10

29.001–30.000

11,73

19.001–20.000

5,70

30.001–31.000

12,33

20.001–21.000

6,32

31.001 og yfir

12,93

  1. 6. mgr. orðast svo:
    Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg

Kílómetra-
gjald, kr.

Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg

Kílómetra-
gjald, kr.

5.000–6.000

  8,48

18.001–19.000

22,38

6.001–7.000

  9,17

19.001–20.000

23,39

7.001–8.000

  9,87

20.001–21.000

24,42

8.001–9.000

10,58

21.001–22.000

25,43

9.001–10.000

11,26

22.001–23.000

26,44

10.001–11.000

12,26

23.001–24.000

27,45

11.001–12.000

13,58

24.001–25.000

28,47

12.001–13.000

14,87

25.001–26.000

29,48

13.001–14.000

16,17

26.001–27.000

30,49

14.001–15.000

17,47

27.001–28.000

31,51

15.001–16.000

18,77

28.001–29.000

32,53

16.001–17.000

20,06

29.001–30.000

33,54

17.001–18.000

21,38

30.001–31.000

34,54

31.001 og yfir

35,57


3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á fyrsta álestrartímabili ársins 2014, sem stendur frá 1. til 15. júní 2014, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kíló­metra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. júní 2014.
    Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrar­tímabilinu 1. júní til 15. júní 2014 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kíló­metra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. júní 2014 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. júní 2014.

II. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993,
með síðari breytingum.

4. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „25,20 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 24,96 kr.

5. gr.

    Í stað fjárhæðanna „40,70 kr.“ og „43,15 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 40,30 kr.; og: 42,73 kr.

III. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009,
með síðari breytingum.

6. gr.

    Í stað fjárhæðanna „5,90 kr.“, „5,15 kr.“, „7,30 kr.“ og „6,50 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 5,84 kr.; 5,10 kr.; 7,23 kr.; og: 6,44 kr.

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „0,130 kr.“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,129 kr.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995,
með síðari breytingum.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:

  1. Í stað fjárhæðarinnar „94,05 kr.“ í 1. tölul. kemur: 93,14 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „84,60 kr.“ í 2. tölul. kemur: 83,78 kr.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „115,20 kr.“ í 3. tölul. kemur: 114,08 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:

  1. Í stað fjárhæðarinnar „453,00 kr.“ í 1. tölul. kemur: 448,60 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „14,85 kr.“ í 2. tölul. kemur: 14,71 kr.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „16,20 kr.“ í 3. tölul. kemur: 16,04 kr.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:

  1. Í stað fjárhæðarinnar „569,05 kr.“ í 1. tölul. kemur: 563,53 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „28,45 kr.“ í 2. tölul. kemur: 28,17 kr.

V. KAFLI

Breyting á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:

  1. Í stað orðsins „gjalddaga“ í 1. og 2. mgr. kemur: eindaga.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag á eftir.

12. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2014.

Gjört á Bessastöðum, 26. maí 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.

A deild - Útgáfud.: 28. maí 2014