Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 96/2006

Nr. 96/2006 30. janúar 2006
REGLUGERÐ
um framkvæmdasamning við Norðurlandasamning um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003.

1. gr.

Norðurlandasamningur um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003, sbr. lög nr. 66/2004 um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, öðlaðist gildi 1. september 2004. Í samræmi við 13. gr. samningsins sem birtur er sem fylgiskjal með lögum nr. 66/2004 hafa hlutaðeigandi yfirvöld á Íslandi og í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð gert samning um framkvæmd Norðurlandasamningsins um almannatryggingar og er framkvæmdasamningurinn birtur sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr., sbr. 1. mgr. 64. gr. og 13. gr. fylgiskjals laga nr. 66/2004, öðlast þegar gildi. Framkvæmdasamningurinn sem er fylgiskjal með reglugerð þessari kom til framkvæmda frá 1. september 2004.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. janúar 2006.

Jón Kristjánsson.

Davíð Á. Gunnarsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 10. febrúar 2006