Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 968/2009

Nr. 968/2009 25. nóvember 2009
REGLUR
um breytingu á reglum Háskóla Íslands um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands, nr. 605/2006.

1. gr.

2. mgr. greinar 2.3 orðast svo: Í öðru lagi felur stjórnun í sér verkefni á vegum fræða­sviðs, deildar eða námsleiðar sem mönnum er falið eða þeir eru kjörnir til að sinna tíma­bundið og um gilda ákvæði sameiginlegra reglna Háskóla Íslands.

2. gr.

b) liður greinar 3.1 í 3. gr. orðast svo: Starfsskyldur lektora og dósenta í hálfu starfi eða meira skiptast almennt í 48% kennslu, 40% rannsóknir og 12% stjórnun.

3. gr.

I. liður greinar 3.2 í 3. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

I.

Hlutfallsleg aukning kennsluskyldu.

A.

Hlutfallsleg aukning kennsluskyldu umfram almennar starfsskyldur byggir á meðal­tals­rannsóknavirkni síðasta árs, síðustu þriggja ára eða síðustu fimm ára eftir því hvað er hagstæðast fyrir viðkomandi.

 

1.

Lektorar, dósentar og prófessorar í fullu starfi með færri en 10 rannsóknastig að meðaltali síðustu eitt, þrjú eða fimm ár fá hlutfallslega aukningu í kennsluskyldu sbr. töflu A. Aðjúnktar í fullu starfi með færri en 7 rannsóknastig að meðaltali síðustu eitt, þrjú eða fimm ár fá á sama hátt hlutfallslega aukningu í kennslu­skyldu sbr. töflu B.

 

2.

Taka skal tillit til starfshlutfalls og rannsóknaskyldu í hverju tilviki þegar vikið er frá almennum reglum.

 

3.

Taka skal tillit til breytinga á starfsskyldum vegna töku fæðingarorlofs, veikinda eða slysa, sbr. gildandi reglur þar um.

 

4.

Ekki skal auka hlutfall kennsluskyldu fyrstu fimm árin í starfi hjá Háskóla Íslands.

 

5.

Ekki skal auka hlutfall kennsluskyldu prófessora sem eru 55 ára og eldri.

Hlutfallslega aukin kennsluskylda samkvæmt lið A er eins og fram kemur í töflum A og B þegar um fullt starf er að ræða.

Tafla A
Rannsóknavirkni,
3 ára meðaltal

Tafla B
Rannsóknavirkni,
3 ára meðaltal

Prófessorar
Lektorar og dósentar
í fullu starfi

Aðjúnktar, fullt starf

Rannsóknastig

Kennsluskylda

Rannsóknastig

Kennsluskylda

9

49%

6

66%

8

50%

5

67%

7

51%

4

68%

6

52%

3

69%

5

53%

2

70%

4

54%

1

71%

3

55%

0

72%

2

56%

  

1

57%

  

0

58%

  

B.

Þrátt fyrir lið A getur kennari óskað eftir því að auka kennsluskyldu sína á kostnað rannsókna­skyldu. Þá getur forseti fræðasviðs við sérstakar aðstæður, t.d. vegna tíma­bundins álags, skorts á kennslukrafti, veikinda eða fjarvista af öðrum toga, ákveðið í samráði við deildarforseta og viðkomandi kennara að hann auki kennslu­skyldu sína tímabundið á kostnað rannsóknaskyldu. Breytingar af þessu tagi skulu ekki hafa í för með sér að laun verði lægri en ef aukin kennsla væri unnin í yfirvinnu. Ennfremur getur rektor kallað starfsmann tímabundið til sérstakra starfa og breytast þá starfsskyldur hans eftir samkomulagi.

Um hlutfallslega aukna kennsluskyldu skv. liðum A og B gildir eftirfarandi:

 

-

Stjórnunarskylda helst óbreytt en rannsóknaskylda minnkar að sama skapi og kennsluskyldan eykst.

 

-

Yfirvinnuþak vegna kennslu breytist ekki.

 

-

Kennslustigum fjölgar um 0,5 stig á ári fyrir hvern hundraðshluta sem kennslu­skyldan eykst af heildarvinnuskyldu.

4. gr.

Aftast í 3. gr. bætist við nýr liður, III. liður, sem ásamt fyrirsögn orðast svo:

III.

Tímabundin aukin rannsóknaskylda.
Forseta fræðasviðs er heimilt að færa vinnuskyldu kennara við fræðasviðið tímabundið frá kennslu til rannsókna að fenginni úthlutun úr sérstökum sjóði sbr. reglur um árangur­stengda tilfærslu starfsþátta.

5. gr.

1. mgr. ákvæðis til skýringa orðast svo: Með stjórnun í tengslum við rannsóknir og kennslu, sbr. 2. gr., er t.d. átt við samskipti við nemendur, sem þó ekki tengjast beint kennslu viðkomandi kennara, undirbúning kennsluskrár, þátttöku í fundum stjórnar fræðasviðs og deildarfundum, auk setu í nefndum á vegum fræðasviðs eða deildarinnar. Gert er ráð fyrir því að forseti fræðasviðs geti falið einstökum kennurum stjórnunar­verkefni á vegum fræðasviðs og deildarforseti geti, í umboði deildarfundar, falið einstökum kennurum stjórnunarverkefni á vegum deildar. Dæmi um verkefni á vegum fræðasviðs/deildar sem menn eru kjörnir til að sinna tímabundið eru starf deildar­forseta, varadeildarforseta og forstöðumanns stofnunar.

6. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar sam­kvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi. Úr gildi falla reglur Háskóla Íslands um aldurs- og árangurstengda til­færslu starfsþátta kennara við 55 og 60 ára aldur nr. 839/2002, sbr. ákvörðun háskóla­ráðs frá 18. desember 2008.

Háskóla Íslands, 25. nóvember 2009.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 4. desember 2009