Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1167/2008

Nr. 1167/2008 11. desember 2008
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Heiti skilgreiningar deltavirði valréttaramninga í 2. gr. verður svohljóðandi: deltavirði valréttarsamninga.

2. gr.

Í stað orðanna „ákveðnu gengi“ í skilgreiningu á gjaldmiðlaskiptasamningi í 2. gr. kemur: gengi á ákveðnum tímapunkti.

3. gr.

Skilgreining á nettóstöðu í 2. gr. verður svohljóðandi:

Nettóstaða: Með nettóstöðu fjármálagerninga er átt við mismuninn milli gnóttstöðu (skortstöðu) og skortstöðu (gnóttstöðu) í sömu fjármálagerningum, sjá einnig skil­grein­ingu á útreikningi á nettóstöðu í viðauka I, 1.-3. tl. skv. 55. gr. B.

4. gr.

Skilgreining á opinberum fyrirtækjum og stofnunum í 2. gr. verður svohljóðandi:

Opinber fyrirtæki og stofnanir: Með opinberum fyrirtækjum og stofnunum í reglum þessum er átt við fyrirtæki og stofnanir sem eru að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélaga eða samsvarandi stjórnvalda í öðrum löndum eða eru undir stjórn áðurnefndra aðila og eru rekin með öðrum markmiðum en að hámarka hagnað (e. non-commercial).

5. gr.

2. mgr. 6. gr. reglnanna orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er þeim fyrirtækjum þar sem veltubók viðkomandi fyrirtækis fer ekki yfir viðmiðunarmörk skv. 3. mgr., heimilt að reikna út eigið fé í samræmi við ákvæði 4. gr. 1. tl. fyrir eignir sem annars væru taldar sem hluti veltubókar fyrirtækisins. Eftir sem áður skulu þessi fyrirtæki reikna út eiginfjárkröfu vegna gengisáhættu samkvæmt ákvæðum í viðauka III skv. 55. gr. B.

6. gr.

Í stað tilvísunar til „2. mgr.“ í 5. mgr. 6. gr. kemur: 3. mgr.

7. gr.

C-liður 10. gr. reglnanna orðast svo:

  1. eignaliður sem er áhættukrafa á eða með ábyrgð opinberrar stofnunar og fyrirtækja sem rekin eru með öðrum markmiðum en að hámarka hagnað.

8. gr.

13. gr. reglnanna orðast svo:

Opinberar stofnanir og fyrirtæki.

Opinberar stofnanir og fyrirtæki (tegund c.) fá áhættuvog 100%, nema Fjármálaeftirlitið heimili annað, sbr. 2. mgr.

Fjármálaeftirlitið getur heimilað að meta megi áhættuskuldbindingar opinberra stofnana og fyrirtækja á Íslandi eins og áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja enda uppfylli fyrirtækin skilyrði 2. gr. að mati Fjármálaeftirlitsins. Þó má ekki meta skamm­tíma­skuld­bindingar þessara fyrirtækja eins og skammtímaskuldbindingar fjármálafyrirtækja. Nöfn þessara fyrirtækja eru birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.

Hafi eftirlitsstjórnvöld annars aðildarríkis EES ákveðið að beita heimildum sambærilegum þeim sem eru í 2. mgr. á opinberar stofnanir og fyrirtæki í sínu heimalandi er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að nota áhættuvog samkvæmt því.

Heimili eftirlitsstjórnvöld í ríkjum utan EES að meta megi opinberar stofnanir og fyrirtæki, sem rekin eru með öðrum markmiðum en að hámarka hagnað, eins og fjármálafyrirtæki getur Fjármálaeftirlitið ákveðið að áhættuskuldbindingar þessara stofnana megi áhættu­vega á sama hátt, enda sé regluverk og fjármálaeftirlit með sambærilegum hætti og í ríkjum EES.

9. gr.

14. gr. reglnanna orðast svo:

Fjölþjóða þróunarbankar og alþjóðastofnanir.

Áhættuskuldbindingar eftirtalinna fjölþjóða þróunarbanka (tegund d.) hafa áhættuvog 0%:

  1. Alþjóðabankinn (the International Bank for Reconstruction and Development),
  2. Alþjóðalánastofnunin (the Inter-American Development Bank),
  3. Þróunarbanki Ameríkuríkja (the Inter-American Development Bank),
  4. Þróunarbanki Asíu (the Asian Development Bank),
  5. Þróunarbanki Afríku (the African Development Bank),
  6. Þróunarbanki Evrópuráðsins (the Council of Europe Development Bank),
  7. Norræni fjárfestingarbankinn (the Nordic Investment Bank),
  8. Karíbaþróunarbankinn (the Caribbean Development Bank),
  9. Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (the European Bank for Reconstruction and Development),
  10. Fjárfestingarbanki Evrópu (the European Investment Bank),
  11. Fjárfestingarsjóður Evrópu (the European Investment Fund),
  12. Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin (the Multilateral Investment Guarantee Agency),
  13. Alþjóðlegi ónæmisaðgerðasjóðurinn (the International Finance Facility for Immunisation), og
  14. Íslamski þróunarbankinn (the Islamic Development Bank).

Aðrir fjölþjóða þróunarbankar, þar á meðal Fjárfestingarlánastofnun Ameríkuríkja (the Inter-American Investment Corporation), Viðskipta- og þróunarbanki Svartahafsins (the Black Sea Trade and Development Bank) og Þróunarbanki Mið-Ameríkuríkja (Central American Bank for Economic Integration), skulu metnir eins og lánastofnanir sem fengið hafa lánshæfismat viðurkennds matsfyrirtækis samkvæmt eftirfarandi töflu:

Fjölþjóða þróunarbankar.

Þrep útlánagæða

1

2

3

4

5

6

Áhættuvog

20%

50%

50%

100%

100%

150%

Áhættuskuldbindingar fjölþjóða þróunarbanka sem ekki hafa lánshæfismat viðurkennds matsfyrirtækis fá áhættuvog 50%.

Skammtímaskuldbindingar fjölþjóða þróunarbanka, til skemmri tíma en þriggja mánaða, fá sömu áhættuvog og langtímaskuldbindingar.

Áhættuskuldbindingar Evrópubandalagsins (the European Community), Alþjóðagjaldeyris­sjóðsins (the International Monetary Fund) og Alþjóðagreiðslubankans (the Bank for International Settlements) (tegund e.) hafa áhættuvog 0%.

10. gr.

3. tl. 1. mgr. 17. gr. reglnanna orðast svo:

  1. ádregin heildaráhættuskuldbinding lítilla og meðalstórra fyrirtækja og tengdra aðila gagnvart samstæðu sem fjármálafyrirtækið tilheyrir má ekki vera meiri en jafnvirði 1 milljónar evra miðað við opinbert viðmiðunargengi evru eins og það er á hverjum tíma, að undanskildum áhættuskuldbindingum með veði í íbúðar­húsnæði.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglnanna:

1. málsl. 2. mgr. 18. gr. orðast svo:

Áhættuvog 35% má nota á lán tryggð að fullu með veði í fullbúnu íbúðarhúsnæði á Íslandi, sem er eða mun verða notað af eiganda húsnæðisins til íbúðar eða útleigu.

1. málsl. 4. mgr. 18. gr. orðast svo:

Áhættuvog 50% má nota á lán tryggð að fullu með veði í viðskiptahúsnæði á Íslandi.

12. gr.

1. málsl. 1. mgr. 21. gr. reglnanna orðast svo:

Sértryggð skuldabréf eru skuldabréf sem gefin eru út af fjármálafyrirtækjum á Íslandi, eða í öðrum löndum EES og sem lögum samkvæmt eru háð sérstöku eftirliti með það að markmiði að vernda kaupendur bréfanna.

13. gr.

Fyrirsögn 25. gr. verður svohljóðandi:

Aðrir liðir.

14. gr.

Í stað tilvísunar til „a., b., d. eða f. lið“ í 7. mgr. 27. gr. reglnanna kemur: a., b. og d. til f. liðum.

15. gr.

Í stað orðsins „lánshæfismats“ í síðasta málsl. 3. mgr. 33. gr. reglnanna kemur: lánshæfis.

16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. reglnanna:

Í stað orðsins „5. kafla“ í 1. mgr. 49. gr. kemur: viðauka I skv. 55. gr. B.

Í stað orðsins „6. kafla“ í 1. mgr. 49. gr. kemur: viðauka II skv. 55. gr. B.

17. gr.

Í stað tilvísunar til „40. gr.“ í 1. mgr. 50. gr. reglnanna kemur: 49. gr.

18. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. reglnanna:

Í stað orðsins „5. kafla“ í 2. mgr. 50. gr. kemur: viðauka I skv. 55. gr. B.

Í stað orðsins „6. kafla“ í 2. mgr. 50. gr. kemur: viðauka II skv. 55. gr. B.

19. gr.

Í stað orðsins „eiginfjárgrunni“ í 2. og 3. mgr. 54. gr. reglnanna kemur: áhættugrunni.

20. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á númeraröð kafla reglnanna:

XIII. kafli verður XII. kafli,
XIV. kafli verður XIII. kafli og
XV. kafli verður XIV. kafli.

21. gr.

Reglur þessar eru settar með heimild í 3. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002, um fjármála­fyrirtæki, með áorðnum breytingum, og öðlast gildi þegar í stað. Með breytingu samkvæmt 9. gr. þessara reglna eru innleiddar í íslenskan rétt breytingar á CRD tilskip­uninni nr. 2006/48/EB.

Fjármálaeftirlitinu, 11. desember 2008.

Jónas Fr. Jónsson.

Ragnar Hafliðason.

B deild - Útgáfud.: 23. desember 2008