Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 131/2013

Nr. 131/2013 30. janúar 2013
REGLUGERÐ
um vottun og viðurkenningu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um vottun og viðurkenningu vottunaraðila vegna losunar gróður­húsa­lofttegunda frá starfsemi sem heyrir undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

2. gr.

Skilgreiningar.

Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál eða, ef aðilinn er óþekktur eða ekki til­greindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins. Flugrekandi er einnig nefndur umráð­andi loftfars.

Rekstraraðili: Aðili sem starfrækir eða stjórnar starfsstöð eða ber fjárhagslega ábyrgð á tæknilegri virkni starfsstöðvar þar sem fram fer starfsemi sem getið er í I. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir: Kerfi sem starfrækt er á Evrópska efnahags­svæðinu samkvæmt tilskipun 2003/87/EB, með síðari breytingum, sbr. samning­inn um Evrópska efnahagssvæðið.

Vottun: Störf sem vottunaraðili annast í þeim tilgangi að gefa út vottunarskýrslu skv. þessari reglugerð. Vottun er einnig nefnd sannprófun.

Vottunaraðili: Lögaðili sem annast vottunarstörf samkvæmt þessari reglugerð og hefur verið faggiltur af til þess bærum aðila eða einstaklingur sem annast vottunarstörf sam­kvæmt þessari reglugerð og hefur fengið til þess heimild með öðrum hætti. Vottunar­aðili er einnig nefndur sannprófandi.

3. gr.

Samræmdar reglur um vottun og faggildingu vottunaraðila
á Evrópska efnahagssvæðinu.

Til fyllingar ákvæðum reglugerðar þessarar skulu gilda samræmdar reglur um vottun og faggildingu vottunaraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. 8. gr. reglu­gerðar þessarar.

4. gr.

Faggilding vottunaraðila og eftirlit.

Faggildingarsvið Einkaleyfastofu faggildir vottunaraðila og hefur eftirlit með þeim. Faggildingarsviði Einkaleyfastofu er þó heimilt að fela stofnun sem fer með faggildingar í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins að framkvæma faggildingu og eftirlit. Fag­gild­ingarsviði Einkaleyfastofu ber að halda úti skrá yfir alla vottunaraðila sem hlotið hafa fag­gildingu samkvæmt þessari grein og skal hún vera aðgengileg almenningi.

5. gr.

Heimild til að óska eftir faggildingu.

Eingöngu lögaðilum er heimilt að óska eftir faggildingu skv. 4. gr. reglugerðar þessarar.

6. gr.

Gagnkvæm viðurkenning vottunaraðila.

Faggilding vottunaraðila sem framkvæmd hefur verið af stofnun sem fer með faggildingar í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins skal metin jafngild faggildingu skv. 4. gr. reglu­gerðar þessarar. Það er þó skilyrði að vottunarstofa starfi á ensku eða Norðurlanda­máli öðru en finnsku.

Vottunaraðili skv. 1. mgr. sem hyggst votta gögn fyrir rekstraraðila eða flugrekendur skal áður en starf við vottun hefst senda faggildingarskjal á ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku, til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun skal innan eins mánaðar frá því að öll nauðsynleg gögn hafa borist taka afstöðu til þess hvort vottunaraðili uppfyllir kröfur 1. mgr. og tilkynna vottunaraðila niðurstöðu sína.

Umhverfisstofnun skal halda úti skrá yfir alla vottunaraðila sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt þessari grein og skal hún vera aðgengileg almenningi.

7. gr.

Rafræn gögn.

Umhverfisstofnun er heimilt að fara fram á að vottunarskýrslu eða öðrum gögnum sé skilað á rafrænu formi sem stofnunin ákveður.

8. gr.

Innleiðing EES-gerða.

Eftirfarandi EES-gerð skal öðlast gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012 frá 21. júní 2012 um sann­prófun á skýrslum um losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslum um tonnkílómetra og fag­gildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apf, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 234/2012, frá 31. desember 2012, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 1 við reglugerð þessa.

9. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 26. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2006 um faggildingu o.fl.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Litið skal á tilvísanir reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012, sbr. 8. gr. reglugerðar þessarar, til reglugerðar (EB) nr. 765/2008 sem tilvísanir til laga nr. 24/2006 um faggildingu o.fl. þar til reglugerð (EB) nr. 765/2008, sem vísað er til í tölulið 3b, XIX. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2012, frá 13. júlí 2012, hefur verið innleidd í íslenskan rétt.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 30. janúar 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Hugi Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 13. febrúar 2013