1. gr. 12. gr., um prófdómara, orðast svo: Rannsóknanámsnefnd tilnefnir prófdómara sem prófar meistaranema og leggur mat á lokaverkefni hans ásamt leiðbeinanda. Einn prófdómari er tilnefndur fyrir hverja meistaravörn í hjúkrunarfræðideild. Prófdómari skal ekki vera tengdur lokaverkefninu. Forseti heilbrigðisvísindasviðs skipar prófdómara að fenginni tilnefningu deildar. 2. gr. Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum stjórnar heilbrigðisvísindasviðs og hjúkrunarfræðideildar, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi. Háskóla Íslands, 3. maí 2011. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |