Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 606/2014

Nr. 606/2014 10. júní 2014
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 214/2011 um meistara- og doktorsnám við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræðum.

1. gr.

4. mgr. 3. gr. orðast svo:

Stjórn námsins fer yfir og afgreiðir umsóknir í umboði þeirra fræðasviða og deilda sem að náminu koma, sbr. 4. gr. Nemandinn er skráður í þverfaglega námsleið í umhverfis- og auðlindafræðum og velur þar kjörsvið eftir því sem við á. Deildin sem nemandi brautskráist frá (heimadeild) ræðst af því hvar lokaverkefni hans er unnið. Námsleiðin, kjörsvið og námskeið hennar eru í umsjá stjórnar námsins. Önnur námskeið eru á ábyrgð viðkomandi deilda. Að auki gilda reglur þeirrar deildar þar sem rannsóknar­verkefni (ritgerð) nemanda er unnið, enda skal nemandinn brautskráður frá þeirri deild.

2. gr.

3. mgr. 19. gr. orðast svo:

Doktorsnámið fer fram á faglegri ábyrgð námsstjórnar í umhverfis- og auðlindafræðum í samvinnu við doktorsnámsnefnd (fastanefnd) hlutaðeigandi deildar, sem brautskráir doktors­nemann að námi loknu. Doktorsnemi skal ljúka tilteknum námskeiðum í umhverfis- og auðlindafræðum samkvæmt ákvörðun doktorsnefndar hverju sinni, sbr. 23. grein.

3. gr.

4. málsliður 1. mgr. 21. gr. orðast svo:

Námsstjórn í umhverfis- og auðlindafræðum, að höfðu samráði við doktorsnámsnefnd (fasta­nefnd) hlutaðeigandi deildar, metur hvenær doktorsefni hefur uppfyllt þessar for­kröfur.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr.:

  1. 1. málsliður 1. mgr. orðast svo: Námsstjórnin skipar þrjá til fimm sérfróða ein­staklinga í doktorsnefnd fyrir hvern doktorsnema í samráði við þá deild sem braut­skráir nemandann að námi loknu og skal einn þeirra starfa utan viðkomandi deildar en annar vera akademískur starfsmaður náms í umhverfis- og auðlinda­fræðum.
  2. Á eftir 1. málslið 1. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Skipa skal umsjón­ar­mann og/eða leiðbeinanda eftir atvikum.

5. gr.

Á eftir 24. gr. reglnanna bætist við ný grein, 24. gr. a, sem ásamt fyrirsögn orðast svo:

Lærdómstitill.

Doktorspróf samkvæmt þessum reglum veitir rétt til lærdómstitilsins Doctor of Philo­sophy, philosophiae doctor, (Ph.D.), í umhverfis- og auðlindafræðum.

6. gr.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði Háskóla Íslands á grundvelli laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi háskóladeildum, fræðasviðum og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 10. júní 2014.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 26. júní 2014