Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1022/2010

Nr. 1022/2010 16. desember 2010
AUGLÝSING
um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum.

Á grundvelli laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara tilkynnir Neytendastofa að flutningsjöfnunargjald á neðangreindum olíuvörum verður sem hér segir frá og með 1. janúar 2011 og gildir gjaldið þar til annað verður ákveðið:

bifreiðabensín

0,40 kr. á lítra

gasolía

0,82 kr. á lítra

aðrar olíur og blöndur til brennslu

0,01 kr. á kg

flugvélabensín

0,25 kr. á lítra

flugsteinolía (þotueldsneyti)

0,08 kr. á lítra

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara skulu dreifingar­aðilar samkvæmt 1. gr. laganna, aðrir en þeir sem annast innanlandssölu á olíu í öllum landshlutum, greiða flutningsjöfnunargjaldið við innheimtu aðflutningsgjalda miðað við innflutt móttekið magn. Tollstjórinn og sýslumenn utan Reykjavíkur annast samkvæmt sömu grein innheimtu gjaldsins og skulu skila því til flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara.

Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 461/2010.

Neytendastofu, 16. desember 2010.

Tryggvi Axelsson forstjóri.

   Gunnar G. Þorsteinsson,

   formaður stjórnar flutnings-

   jöfnunarsjóðs olíuvara.

B deild - Útgáfud.: 27. desember 2010