1. gr. Frá gildistöku reglugerðar þessarar eru allar hvalveiðar og hvalskurður á sjó bannaðar á eftirgreindum svæðum: A. Á Faxaflóa innan lína sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: 64°04,90' N - 22°41,40' V (Garðskagavita) 64°15,50' N - 22°29,50' V 64°19,50' N - 22°20,15' V 64°19,50' N - 22°05,00' V
B. Á Eyjafirði og Skjálfandaflóa innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta: 66°11,6' N - 18°49,3' V (Siglunesviti) 66°17,8' N - 17°06,8' V (Lágey) 66°12,4' N - 17°08,7' V (Tjörnesviti)
2. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 10. gr. laga nr. 26, 3. maí 1949, um hvalveiðar. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 3. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949 um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. apríl 2009. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Þórður Eyþórsson. |