Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 396/2014

Nr. 396/2014 29. apríl 2014
REGLUGERÐ
um (27.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/1/ESB frá 6. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka við tilskipun ráðsins 66/402/EBE að því er varðar þau skilyrði sem þarf að uppfylla varðandi nytjaplöntuna Oryza sativa. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2013, frá 15. júní 2014. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 49.
  2. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/45/ESB frá 7. ágúst 2013 um breytingu á tilskipunum ráðsins 2002/55/EB og 2008/72/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2009/145/EB að því er varðar grasafræðiheiti tómata. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2014, frá 15. febrúar 2014. Tilskipunin er birt EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 24.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 763/2013 frá 7. ágúst 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 637/2009 að því er varðar flokkun tiltekinna plöntutegunda til að meta heppileika nafngifta á yrkjum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 26.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 763/2013 fellur undir 11. viðauka reglu­gerðar nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

3. gr.

9. viðauka við reglugerð nr. 301/1995, með síðari breytingum, er breytt í samræmi við viðauka reglugerðar þessarar. Viðaukinn er birtur með reglugerð þessari.

4. gr.

Að því er varðar athuganir, sem hefjast fyrir 1. júlí 2014, er heimilt að beita reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru, með síðari breytingum, eins og hún var fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.

5. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

6. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 9. gr., 9. gr. a – 9. gr. e laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Hún er jafnframt sett til innleiðingar á framkvæmdartilskipun framkvæmda­stjórnarinnar 2013/57/ESB um breytingu á tilskipunum 2003/90/EB og 2003/91/EB um framkvæmdarráðstafanir með tilliti til 7. gr. tilskipunar ráðsins 2002/53/EB og 7. gr. tilskipunar ráðsins 2002/55/EB, í þeirri röð, að því er varðar þá eiginleika sem athugun skal að lágmarki taka til og lágmarksskilyrði vegna athugana á tilteknum yrkjum nytja­plantna og grænmetistegunda í landbúnaði, sem tekin var inn í III. kafla I. viðauka við EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2014, frá 9. apríl 2014.

8. gr.

Reglugerðin tekur þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2014