Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 525/2007

Nr. 525/2007 4. júní 2007
REGLUGERÐ
um innheimtu eftirlitsgjalds af innflutningi plantna.

1. gr.

Þegar fluttar eru inn vörur, sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer í viðauka I við tollalög nr. 88/2005, skal greiða eftirlitsgjald í ríkissjóð og skal það notað til að standa undir kostnaði Landbúnaðarstofnunar við eftirlit með innflutningi plantna og plöntuafurða.

Greiða skal 2% eftirlitsgjald af vörum sem falla undir neðangreind tollskrárnúmer:

0601.1000

0602.3000

0602.9059

0603.1100

0603.1903

0604.9109

0601.2001

0602.4000

0602.9070

0603.1201

0603.1904

 

0601.2002

0602.9020

0602.9091

0603.1202

0603.1905

0701.1000

0601.2003

0602.9030

0602.9092

0603.1300

0603.1909

0701.9001

0601.2009

0602.9041

0602.9093

0603.1400

 

0701.9009

 

0602.9045

0602.9094

0603.1901

0604.1090

 

0602.1000

0602.9049

0602.9095

0603.1902

0604.9101

4401.1001

0602.2000

0602.9051

0602.9099

 

0604.9102

 

Greiða skal 1% eftirlitsgjald af vörum sem falla undir neðangreind tollskrárnúmer:

0702.0001

0704.9002

0705.1111

0705.2900

0707.0011

0709.6002

0702.0002

0704.9003

0705.1112

 

0707.0012

0709.6003

 

0704.9004

0705.1191

0706.1000

0707.0021

0709.6004

0704.1000

0704.9005

0705.1199

0706.9001

0707.0022

 

0704.2000

0704.9009

0705.1900

0706.9002

  

0704.9001

 

0705.2100

0706.9009

  

2. gr.

Eftirlitsgjald skv. 1. gr. skal lagt á tollverð vöru og skulu ákvæði V. kafla tollalaga nr. 88/2005 gilda eftir því sem við getur átt.

Að því leyti sem ekki er kveðið á um vöruflokkun, gjalddaga, innheimtu, lögvernd, viður­lög, refsingu og aðra framkvæmd innheimtu sérstaks eftirlitsgjalds skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði tollalaga nr. 88/2005 svo og reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru samkvæmt þeim.

3. gr.

Tollstjórar annast innheimtu sérstaks eftirlitsgjalds samkvæmt reglugerð þessari og standa skil á þeim til ríkissjóðs eftir þeim fyrirmælum sem fjármálaráðuneytið setur um skil innflutningsgjalda, sbr. 15. gr. reglugerðar nr. 530/1975 um reikningsskil innheimtu­manns ríkissjóðs.

4. gr.

Landbúnaðarráðherra sker úr ágreiningi um gjaldskyldu samkvæmt reglugerð þessari.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum, sbr. 25. gr. laga nr. 87/1995.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og um leið fellur úr gildi eldri reglugerð um sama efni nr. 110/1992.

Landbúnaðarráðuneytinu, 4. júní 2007.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Arnór Snæbjörnsson.

B deild - Útgáfud.: 18. júní 2007