Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1124/2014

Nr. 1124/2014 18. desember 2014
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. gr. reglugerðarinnar:

Síðari málsliður 1. mgr. fellur niður.

2. gr.

Hvar sem orðið „Flugmálastjórn“ eða orðin „Flugmálastjórn Íslands“, í hvers konar beyg­ingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

Hvar sem orðið „samgönguráðuneyti“ í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglu­gerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: innanríkisráðuneyti.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

4. gr.

Heiti II. kafla reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Skipulag loftrýmisumdæma, eftirlit o.fl.

5. gr.

Á eftir 4. gr. kemur ný grein, 4. gr. a, svohljóðandi:

Áætlun um frammistöðu og markmið.

Samgöngustofa skal gera drög að frammistöðuáætlun í samráði við veitendur flug­leiðsögu­þjónustu, loftrýmisnotendur, rekstraraðila flugvalla og samræmingaraðila flug­valla. Áætlunin skal staðfest af ráðherra. Áætlunin skal fela í sér landsbundin mark­mið og skal tryggja samræmi við svæðisbundin frammistöðumarkmið á ICAO NAT svæðinu.

Áætlunin skal einnig fela í sér viðeigandi hvatakerfi.

6. gr.

Orðin „í innra bókhaldi sínu“ í 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar falla brott.

7. gr.

12. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Gjaldtökukerfi.

Í samræmi við meginreglur 15. og 16. gr. þjónustureglugerðarinnar skal gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu stuðla að auknu gagnsæi í ákvörðunum, álagningu og gjaldtöku af hálfu loftrýmisnotenda og stuðla að kostnaðarhagkvæmni við veitingu flugleiðsögu­þjónustu og skilvirkni flugs en samtímis að viðhalda hámarksöryggisstigi. Þetta kerfi skal vera í samræmi við 15. gr. Chicago-samningsins frá 1944 og leiðar­gjaldak­erfi Evrópu­stofnunar um öryggi í flugleiðsögu eða við samninginn um sameigin­lega greiðslu kostn­aðar af tiltekinni flugleiðsöguþjónustu á Íslandi, eftir því sem við á.

8. gr.

Í stað orðsins „flugvalla“ í 15. gr. kemur: rekstraraðila flugvalla.

9. gr.

16. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Grunnkröfur.

Evrópska netið fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar (EATMN), eins og það er skilgreint i 1. viðauka rekstrarsamhæfisreglugerðarinnar, kerfi þess, kerfishlutar og tilheyrandi verk­lags­­reglur skulu uppfylla grunnkröfurnar sem settar eru fram í II. viðauka við rekstrar­­samhæfis­­reglugerðina.

10. gr.

Í stað 24. gr. kemur nýr texti sem orðast svo, með fyrirsögn:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 549/2004 frá 10. mars 2004 um setn­ingu rammaákvæða um að koma á samevrópsku flugumferðarsvæði (ramma­reglugerðin), sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal II, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2006 sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal I;
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004 frá 10. mars 2004 um að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu á samevrópska flugumferðarsvæðinu (þjón­ustu­reglugerðin), sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal III, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 67/2006 sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal I;
  3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 551/2004 frá 10. mars 2004 um skipulag og notkun loftrýmis á samevrópska flugumferðarsvæðinu (loftrýmis­reglugerðin), sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal I, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 67/2006 sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal I;
  4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 frá 10. mars 2004 um rekstrarsamhæfi evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar (rekstrar­samhæfis­reglugerðin) sem er meðfylgjandi og er merkt fylgiskjal V, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2006 sem er meðfylgjandi merkt fylgiskjal I;
  5. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1070/2009 frá 21. október 2009 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 549/2004, (EB) nr. 550/2004, (EB) nr. 551/2004 og (EB) nr. 552/2004 til að bæta frammistöðu og sjálfbærni evrópska flug­kerfis­ins, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 228 frá 13. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 558;
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 176/2011 frá 24. febrúar 2011 um upplýsingar sem á að leggja fram áður en starfrænu loftrýmisumdæmi er komið á fót eða því breytt, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2013 frá 3. maí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 28 frá 16. maí 2013, bls. 354;
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1206/2011 frá 22. nóvember 2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í sam­evrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2013 frá 3. maí 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 37 frá 27. júní 2013.

    11. gr.

    Gildistaka.

    Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015.

    Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2014.

    Ólöf Nordal.

    Ragnhildur Hjaltadóttir.

    B deild - Útgáfud.: 19. desember 2014