Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 28/2010

Nr. 28/2010 4. janúar 2010
AUGLÝSING
um námskrá í íslensku fyrir útlendinga.

1. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út námskrá í íslensku fyrir útlendinga samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari. Námskráin er ætluð fullorðnum ein­stak­lingum af erlendum uppruna sem setjast að á Íslandi og þarfnast kennslu í grunnatriðum tungunnar. Náminu er ætlað að gera nemendur í stakk búna til þess að eiga samskipti við vinnufélaga og stjórnendur fyrirtækja, njóta góðs af þeirri sam­félags­þjónustu sem í boði er og taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Er námskrá þessi viðbót við námskrá, nr. 837/2008 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2. september 2008.

2. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið beinir því til fræðsluaðila sem bjóða upp á framhalds­nám í íslensku fyrir útlendinga að þeir hafi námskrána til hliðsjónar við íslensku­kennsluna svo að samræmis sé gætt milli einstakra námskeiðshaldara.

3. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 4. janúar 2010.

Katrín Jakobsdóttir.

Þórhallur Vilhjálmsson.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 21. janúar 2010