1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:
-
Í stað orðanna „forseta fræðasviðs“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs.
-
1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Vísinda- og nýsköpunarsvið tilkynnir forsetum fræðasviða um framgangsumsóknir og óskar jafnframt eftir fulltrúa í dómnefndir frá deildum og stofnunum eftir atvikum.
2. gr.
Í stað orðanna „allt að 14 daga“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. kemur: 7 daga.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:
-
1. málsl. 2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á þeirra fræðasviði, staðfest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla.
-
Á eftir orðunum „á viðkomandi fræðasviði“ í 2. málsl. 2. tölul. 2. mgr. bætast við orðin: eða í deild.
-
Á eftir orðunum „sérreglna fræðasviða“ í lok 2. málsl. 3. mgr. bætast við orðin: og þess gætt að jafnframt eru gerðar sérstakar frekari kröfur til starfs prófessora varðandi rannsóknir, nýsköpun, kennslu, stjórnun og þjónustu, sbr. 5. mgr. 6. gr. þessara reglna.
-
4. málsl. 2. tölul. 3. mgr. fellur brott.
-
Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein sem verður 5. mgr. 6. gr., svohljóðandi:
Gerðar eru ríkari kröfur til hæfni og reynslu prófessora en annarra háskólakennara. Þeim er ætlað leiðandi hlutverk í akademískum málefnum háskóla í sínum fræðigreinum.
Þegar um er að ræða umsókn um starf prófessors við Háskóla Íslands skal leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi til viðbótar við lágmark stiga fyrir rannsóknir, kennslu og aðra þætti samkvæmt matskerfi opinberra háskóla:
-
Rannsóknir og nýsköpun. Að umsækjandi sé leiðandi í rannsóknum sínum og hafi sýnt með ótvíræðum hætti fram á frumkvæði, frumleika og sjálfstæði. Að umsækjandi njóti viðurkenningar fyrir fræðistörf sín, sé í virku samstarfi við sérfræðinga á fræðasviðinu, og hafi birt áhrifamikil vísindaverk á ritrýndum vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur. Að umsækjandi hafi, eftir því sem við á, stuðlað að nýtingu afurða rannsókna sinna hafi stýrt rannsóknaverkefnum og aflað fjármuna til rannsókna sinna frá samkeppnissjóðum innanlands og utan.
-
Kennsla. Umsækjandi skal hafa sýnt fram á hæfni, frumleika og nýbreytni í kennslustörfum sínum og getið sér gott orð sem kennari. Þá skal sérstaklega líta til þess hvort umsækjandi hafi umtalsverða reynslu af leiðbeiningu nemenda í meistara- og doktorsnámi, meðal annars sem aðalleiðbeinandi.
-
Stjórnun og þjónusta. Gera skal ríka kröfu um reynslu af stjórnunar- og þjónustustörfum, einkum innan háskóla og gagnvart fræðasamfélaginu, auk reynslu af faglegri þjónustu og þekkingarmiðlun til samfélagsins. Þá skal umsækjandi hafa með fyrri störfum sínum sýnt fram á ríka samskiptahæfileika og metnað fyrir hönd Háskóla Íslands.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 4. gr., 15. gr. og 17. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. maí 2015.
Kristín Ingólfsdóttir.
Þórður Kristinsson.
|