Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 482/2015

Nr. 482/2015 11. maí 2015

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 263/2010 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands.

 1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

  1. Í stað orðanna „forseta fræðasviðs“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs.
  2. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Vísinda- og nýsköpunarsvið tilkynnir forsetum fræða­sviða um framgangsumsóknir og óskar jafnframt eftir fulltrúa í dómnefndir frá deildum og stofnunum eftir atvikum.

2. gr.

Í stað orðanna „allt að 14 daga“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. kemur: 7 daga.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

  1. 1. málsl. 2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóð­leg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á þeirra fræðasviði, staðfest með áliti dóm­nefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla.
  2. Á eftir orðunum „á viðkomandi fræðasviði“ í 2. málsl. 2. tölul. 2. mgr. bætast við orðin: eða í deild.
  3. Á eftir orðunum „sérreglna fræðasviða“ í lok 2. málsl. 3. mgr. bætast við orðin: og þess gætt að jafnframt eru gerðar sérstakar frekari kröfur til starfs prófessora varð­andi rannsóknir, nýsköpun, kennslu, stjórnun og þjónustu, sbr. 5. mgr. 6. gr. þessara reglna.
  4. 4. málsl. 2. tölul. 3. mgr. fellur brott.
  5. Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein sem verður 5. mgr. 6. gr., svohljóðandi:

Gerðar eru ríkari kröfur til hæfni og reynslu prófessora en annarra háskólakennara. Þeim er ætlað leiðandi hlutverk í akademískum málefnum háskóla í sínum fræðigreinum.

Þegar um er að ræða umsókn um starf prófessors við Háskóla Íslands skal leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi til viðbótar við lágmark stiga fyrir rannsóknir, kennslu og aðra þætti samkvæmt matskerfi opinberra háskóla:

  1. Rannsóknir og nýsköpun. Að umsækjandi sé leiðandi í rannsóknum sínum og hafi sýnt með ótvíræðum hætti fram á frumkvæði, frumleika og sjálfstæði. Að umsækj­andi njóti viðurkenningar fyrir fræðistörf sín, sé í virku samstarfi við sér­fræð­inga á fræðasviðinu, og hafi birt áhrifamikil vísindaverk á ritrýndum vettvangi sem gerir strangar fræðilegar kröfur. Að umsækjandi hafi, eftir því sem við á, stuðlað að nýtingu afurða rannsókna sinna hafi stýrt rannsóknaverkefnum og aflað fjár­muna til rannsókna sinna frá samkeppnissjóðum innanlands og utan.
  2. Kennsla. Umsækjandi skal hafa sýnt fram á hæfni, frumleika og nýbreytni í kennslu­störfum sínum og getið sér gott orð sem kennari. Þá skal sérstaklega líta til þess hvort umsækjandi hafi umtalsverða reynslu af leiðbeiningu nemenda í meistara- og doktorsnámi, meðal annars sem aðalleiðbeinandi.
  3. Stjórnun og þjónusta. Gera skal ríka kröfu um reynslu af stjórnunar- og þjón­ustu­störfum, einkum innan háskóla og gagnvart fræðasamfélaginu, auk reynslu af fag­legri þjónustu og þekkingarmiðlun til samfélagsins. Þá skal umsækjandi hafa með fyrri störfum sínum sýnt fram á ríka samskiptahæfileika og metnað fyrir hönd Háskóla Íslands.

4. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar sam­kvæmt heimild í 4. gr., 15. gr. og 17. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 11. maí 2015.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. maí 2015