1. gr. Frá og með 1. janúar 2012, eru beinar lúðuveiðar með sérútbúnum krókum (haukalóð) óheimilar. 2. gr. Sérútbúnir krókar teljast vera krókar sem eru að þvermáli 3-5 mm (leggur) og 11-25 g að þyngd, einnig þar með taldir krókar með opnun frá krókoddi að legg á bilinu 15-28 mm (sjá skýringarmynd, fylgiskjal). 3. gr. Bannið nær eingöngu til línu sem er útbúin til botnveiða. 4. gr. Með mál sem rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. 5. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. maí 2011. F. h. r. Jóhann Guðmundsson. Þórhallur Ottesen. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |