Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 120/2014

Nr. 120/2014 21. janúar 2014
AUGLÝSING
um svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024.

Skipulagsstofnun staðfesti þann 21. janúar 2014 svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd þann 9. september 2013. Niðurstaða svæðis­skipulags­nefndar var auglýst 4. desember 2013.
Í svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er sett fram í greinargerð almenn stefna um byggðaþróun, landbúnaðarland, iðnaðarsvæði, meðhöndlun úrgangs, vatnsverndar- og strandsvæði Eyjafjarðar, samgöngumál og flutningsleiðir raforku.
Málsmeðferð var samkvæmt 23.-25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðisskipulagið öðlast þegar gildi.

Skipulagsstofnun, 21. janúar 2014.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

Ottó Björgvin Óskarsson.

B deild - Útgáfud.: 4. febrúar 2014