Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 291/2010

Nr. 291/2010 16. mars 2010
REGLUGERÐ
um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði.

1. gr.

Markmið og gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um birtingu á niðurstöðum eftirlits með áburði. Markmið reglu­gerðarinnar að að stuðla að opinberri birtingu upplýsinga um gæði og öryggi áburðar.

2. gr.

Skýrsla.

Matvælastofnun skal árlega taka saman skýrslu með niðurstöðum úr eftirliti með áburði sem er á markaði. Í skýrslunni skal koma fram listi yfir þær vörur sem eru skráðar og eru á markaði á viðkomandi ári. Skýrslan skal innihalda niðurstöður efna- og örverugreininga en auk þess skal birta athugasemdir sem gerðar eru við merkingar á áburði. Matvælastofnun er heimilt að flokka niðurstöður eftirlitsins eftir fyrirtækjum og eða vöruflokkum.

3. gr.

Birting skýrslu.

Skýrslu Matvælastofnunar vegna eftirlits á árinu skal birta fyrir lok viðkomandi árs. Skýrsluna skal birta með rafrænum hætti á heimasíðu stofnunarinnar.

4. gr.

Innflytjendur og framleiðendur.

Innflytjandi eða framleiðandi áburðar skal eiga kost á að koma á framfæri athugasemdum við þann hluta skýrslunnar sem fjallar um vörur viðkomandi og skal veittur 30 daga frestur til að skila inn athugasemdum. Sé ekki tekið tillit til athugasemda frá innflytjanda eða framleiðanda skal birta þær í viðauka við skýrslu Matvælastofnunar.

5. gr.

Kærur og frestun birtingar.

Stjórnsýslukæra aðila máls til ráðherra frestar ekki birtingu skýrslu Matvælastofnunar.

6. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. a laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. mars 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

B deild - Útgáfud.: 8. apríl 2010