Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 162/2011

Nr. 162/2011 23. desember 2011
LÖG
um breytingu á lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    C-liður 3. gr. laganna orðast svo: Einkaleyfi: Sérleyfi sveitarfélags, byggðasamlags eða landshlutasamtaka sveitarfélaga til reglubundinna fólksflutninga á tilteknu svæði eða tilteknum leiðum.

2. gr.
    Á eftir orðinu „Sérleyfishafa“ í 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: og einkaleyfishafa.

3. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
    a.   Fyrri málsliður 1. mgr. orðast svo: Vegagerðin getur veitt sveitarfélögum, byggðasamlögum og landshlutasamtökum sveitarfélaga einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur með bifreiðum á tilteknu svæði og á tilteknum leiðum.
    b.   1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Öðrum en einkaleyfishafa er óheimilt nema með samþykki hans að stunda reglubundna fólksflutninga á svæðum og leiðum þar sem einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga hefur verið veitt.

4. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2011.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Ögmundur Jónasson.

A deild - Útgáfud.: 29. desember 2011