Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 342/2008

Nr. 342/2008 6. mars 2008
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 573/2005, um inntökuskilyrði í Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.

Fyrsti málsliður hljóðar svo:

Til að hefja nám við hugvísindadeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla.

Þriðji málsliður er nýr, svohljóðandi:

Til að hefja nám til BA-prófs í íslensku fyrir erlenda stúdenta þarf stúdent enn fremur að standast lágmarkskröfur á stöðuprófi sem haldið er fyrir upphaf hvers skólaárs.

Þriðji málsliður verður 4. ml.

2. gr.

Reglur þessar sem samþykktar hafa verið af deildarfundi í hugvísindadeild og hlotið staðfestingu háskólaráðs, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 46. gr. sameiginlegra reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 6. mars 2008.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2008