Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 261/2007

Nr. 261/2007 8. mars 2007
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, hafnarsvæði, Nesvegur suður.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 8. mars 2007 staðfest breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, frá 8. desember 2003.
Breytingin felst í um 10.000 m² stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu austan Nes­vegar, sunnan Litlubryggju. Heildarstærð fyllingar verður um 22.300 m². Jafnframt breytist landnotkun á lóð nr. 1 við Nesveg frá því að vera miðsvæði í hafnarsvæði.
Skipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og samþykki bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar. Skipulagsstofnun hefur afgreitt erindið til stað­festingar.
Breytingin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 8. mars 2007.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Ingibjörg Halldórsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 26. mars 2007