Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1119/2014

Nr. 1119/2014 16. desember 2014
GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir áfengis- og vímuefnameðferð hjá sjálfstætt starfandi þjónustuveitendum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði vegna áfengismeðferðar og/eða vímu­efna­meðferðar samkvæmt gjaldskrá þessari, sjá fylgiskjal, sbr. reglugerð nr. 1092/2014 um greiðslu kostnaðar vegna áfengis- og vímuefnameðferðar hjá sjálfstætt starf­andi þjónustuveitendum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Gjaldskráin tekur til áfengismeðferðar og/eða vímuefnameðferðar sem veitt er á starfs­stofu eða á göngudeild hjá sjálfstætt starfandi þjónustuveitendum utan opinberra sjúkra­stofnana, án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

2. gr.

Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands miðast við gjaldskrá sem fram kemur í fylgiskjali.

Ef verð þjónustu er lægra en skv. gjaldskrá þessari skal greiðslan miðuð við verð þjón­ust­unnar.

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, og reglugerð nr. 1092/2014, um greiðslu kostnaðar vegna áfengis- og vímu­efna­meðferðar hjá sjálfstætt starfandi þjónustuveitendum sem starfa án samnings við Sjúkra­tryggingar Íslands, öðlast þegar gildi og tekur til þjónustu sem veitt er á tíma­bilinu frá 1. desember 2014 til og með 30. apríl 2015.

Sjúkratryggingum Íslands, 16. desember 2014.

Steingrímur Ari Arason.

Katrín Eydís Hjörleifsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 19. desember 2014