Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á skipulagsskrá sjóðsins: 7. gr. orðist svo: Í stjórn sjóðsins skulu vera þrír menn: sendiherra Noregs á Íslandi skal sjálfskipaður, en tveir stjórnarmanna skulu skipaðir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu til fjögurra ára í senn. Láti stjórnarmaður af störfum fyrir lok starfstímabils skal strax skipa annan mann í hans stað er sitji út skipunartímann. Stjórnin kýs formann og varaformann úr sínum hóp. 8. gr. orðist svo: Mennta- og menningarmálaráðuneytið sér um ritara- og skrifstofustörf sjóðsins samkvæmt nánara samkomulagi milli ráðuneytis og sjóðstjórnar. 11. gr. orðist svo: Skipulagsskrá þessari má breyta í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ofangreindar breytingar á skipulagsskrá fyrir sjóðinn Þjóðhátíðargjöf Norðmanna, staðfestast hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 23. nóvember 2009. Ríkarður Másson. Helgi M. Ólafsson. |