1. gr. Menntamálaráðherra hefur staðfest breytta útgáfu af brautalýsingum skv. gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla, sem birt var sem fylgiskjal með auglýsingu nr. 661/2004, svo sem nánar er fjallað um í fylgiskjali með auglýsingu þessari. 2. gr. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi. Námskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2007-2008 eftir því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en þremur árum frá dagsetningu auglýsingar þessarar. Menntamálaráðuneytinu, 9. ágúst 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Guðmundur Árnason. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |