Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1181/2005

Nr. 1181/2005 30. desember 2005
REGLUGERÐ
um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa.

1. gr.

Hámarksábyrgð á kröfum launamanna skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, skal vera 288.000 kr. miðað við hvern mánuð. Hámarksábyrgð á kröfum skv. c-lið 5. gr. laganna skal vera 461.000 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 6. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, öðlast gildi 1. janúar 2006. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 1042/2004, um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa.

Félagsmálaráðuneytinu, 30. desember 2005.

Árni Magnússon.

Ragnhildur Arnljótsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. desember 2005