Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 494/2011

Nr. 494/2011 13. apríl 2011
REGLUR
um breytingar á reglum fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009.

1. gr.

Áttunda grein reglnanna verður þannig:

8. gr.

Gæðaráð.

Við háskólann starfar gæðaráð sem ber ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis skólans. Í gæðaráði sitja rektor í forsæti, forsetar skóla og fræðasviða, framkvæmdastjóri, gæðastjóri, forstöðumaður kennslusviðs, auk tveggja fulltrúa sem Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri tilnefnir og tveggja fulltrúa sem starfsmenn tilnefna.

Háskólaráð skal setja nánari reglur um hlutverk og skipan gæðaráðs og um gæðastjóra.

2. gr.

Reglur þessar, samþykktar af háskólaráði 13. apríl 2011 eru settar á grundvelli reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 og öðlast þegar gildi.

Háskólanum á Akureyri, 13. apríl 2011.

Stefán B. Sigurðsson rektor.

Sigurður Kristinsson,     
varaforseti háskólaráðs.

B deild - Útgáfud.: 17. maí 2011