Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 637/2014

Nr. 637/2014 30. júní 2014
GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna sjúkraflutninga samkvæmt gjald­skrá þessari, sbr. reglugerð nr. 636/2014 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við sjúkra­flutninga á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað án samnings við Sjúkra­trygg­ingar Íslands.

2. gr.

Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að framvísað sé reikningi (kvittun) vegna sjúkraflutnings sem er jafn hár eða hærri en samsvarar endurgreiðslum samkvæmt gjaldskrá þessari. Ef reikningur er lægri skal endurgreiðslan miðuð við verð sjúkraflutningsaðila.

3. gr.

Sjúkratryggingar Íslands greiða kr. 38.200 fyrir hvern sjúkraflutning skv. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, sbr. þó hins vegar 3. mgr. sömu gr. og 2. gr. reglugerðar nr. 427/2013 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu, enda uppfylli flutningurinn kröfulýsingu heilbrigðisráðuneytisins (velferðarráðuneytisins) fyrir sjúkraflutninga frá 25. maí 2010.

Ef fleiri en einn sjúklingur er fluttur í sömu bifreið á sama tíma er einungis greitt fyrir einn flutning.

4. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, og reglugerð nr. 636/2014, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við sjúkra­flutninga á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sér stað án samnings við Sjúkra­tryggingar Íslands, öðlast nú þegar gildi og tekur til þjónustu sem veitt er á tíma­bilinu frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015.

Sjúkratryggingum Íslands, 30. júní 2014.

Steingrímur Ari Arason.

Ragnar M. Gunnarsson.

B deild - Útgáfud.: 1. júlí 2014