1. gr. Við 7. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 536/2008 frá 13. júní 2008 um að hrinda í framkvæmd 3. mgr. 6. gr. og 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 782/2003 um bann við því að nota lífræn tinsambönd á skip og breytingar á þeirri reglugerð, sem vísað er til í tl. 56p, V. kafla, XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2010 þann 11. júní 2010, sem birt var í EES-viðbæti nr. 56, 7. október 2010, skal öðlast gildi hér á landi sem hluti af reglugerð þessari, og er birt sem fylgiskjal 2 við reglugerðina. 2. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt v-lið 6. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, sbr. og 18. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Umhverfisráðuneytinu, 25. október 2010. F. h. r. Magnús Jóhannesson. Sigríður Auður Arnardóttir. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |