1. gr.
2. mgr. 3. gr. orðist svo:
Sé báti, sem réttur til grásleppuveiða er bundinn við, breytt þannig að hann stækki umfram 2,5 brúttótonn er Fiskistofu óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til hans, nema til bátsins hafi verið fluttur réttur til grásleppuveiða af öðrum báti sem er a.m.k. jafnstór í brúttótonnum talið og sú stækkun sem af breytingunni leiðir. Þá er Fiskistofu óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til báts sem hefur verið stækkaður þannig að hann mælist stærri en 15 brúttótonn.
2. gr.
1. og 2. mgr. 6. gr. orðist svo:
Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 55 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil:
A:
|
Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurflögum.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
B:
|
Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurflögum að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
|
Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar í Lambanes vestan Vatnsfjarðar.
|
|
Innan veiðitímabilsins 20. maí til 12. ágúst.
|
C:
|
Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum að línu réttvísandi norður frá Horni.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
D:
|
Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni að línu réttvísandi norður frá Skagatá.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
E:
|
Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
F:
|
Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi að línu réttvísandi austur frá Hvítingum.
|
|
Innan veiðitímabilsins 10. mars til 5. júlí.
|
G:
|
Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum að línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita.
|
|
Innan veiðitímabilsins 1. mars til 25. júní.
|
Umsækjandi um grásleppuveiðileyfi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar með lagningu neta. Skal gildistími hvers leyfis vera 55 dagar frá þeim tíma. Hver bátur getur einungis haft eitt grásleppuveiðileyfi á hverri grásleppuvertíð.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og lögum nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 9. mars 2009.
F. h. r. Steinar Ingi Matthíasson.
Kristján Freyr Helgason.
|