Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 640/2007

Nr. 640/2007 28. júní 2007
REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 112 1. febrúar 2001.

1. gr.

3. mgr. 7. gr. orðast svo:

Varðveita skal upplýsingar samkvæmt 2. mgr. eigi skemur en eitt ár en þrjú ár hið mesta.

2. gr.

Við 8. gr. bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. er orðast svo:

Nú leiðir eftirlit Persónuverndar samkvæmt 18. gr. laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi í ljós að skráning og meðferð persónuupplýsinga í upplýsingakerfinu er ekki í samræmi við þau lög eða reglur sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs eða að öryggi upplýsingakerfisins er ekki nægilega tryggt gegn því að óviðkomandi fái aðgang að því eða geti haft áhrif á skráningu í það og skal þá Ríkislögreglustjóri gera viðeigandi úrbætur að fengnum tillögum Persónuverndar.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 19. gr. laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16 14. apríl 2000 með síðari breytingum öðlast gildi þegar í stað.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. júní 2007.

Björn Bjarnason.

Haukur Guðmundsson.

B deild - Útgáfud.: 16. júlí 2007