Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 666/2008

Nr. 666/2008 18. júní 2008
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar, nr. 75/1991, með síðari breytingum.

1. gr.

B-liður 57. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:
Fulltrúar í fastanefndir kjörnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum:

1. Atvinnumálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer einnig með hlutverk ferðamálanefndar, landbúnaðarnefndar og gróðurverndarnefndar skv. 19. gr. laga um landgræðslu nr. 17/1965, og tilnefnir búfjáreftirlitsmenn sem ráðnir eru af sveitarstjórn til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

2. Byggingar- og skipulagsnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 6. og 7. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Nefndin fer einnig með hlutverk samgöngunefndar.

3. Félagsmálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Félagsmálaráði eru jafnframt falin verkefni barnaverndarnefndar skv. 10. gr. laga nr. 80/2002 og verkefni jafnréttisnefndar skv. 10. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.

4. Hafnarstjórn Hornafjarðarhafnar. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003 með síðari breytingum. Stjórnin er jafnframt rekstarstjórn hafnarinnar.

5. Heilbrigðis- og öldrunaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.

6. Húsnæðisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.

7. Kjörstjórn. Þrír aðalmenn og þrír til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 og 15. gr. laga um kosningar til alþingis nr. 24/2000. Undirkjörstjórnir er heimilt að kjósa síðar fyrir hverja kjördeild, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. (Sjá C. lið hér að neðan).

8. Menningar- og tómstundanefnd. Fimm aðalmenn og fimm til vara. Nefndin fer með stjórn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og bókasafns skv. ákvæðum laga nr. 36/1997 um almenningsbókasöfn.

9. Skólanefnd. Fimm aðalmenn og fimm til vara skv. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Skólanefnd fer með hlutverk leikskólanefndar skv. lögum um leikskóla nr. 78/1994.

10. Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin annast störf náttúruverndarnefndar skv. 11. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og stjórn fólkvangs í Óslandi, sbr. auglýsingu nr. 42/1982.

2. gr.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 18. júní 2008.

F. h. r.
Ragnhildur Hjaltadóttir.

Stefanía Traustadóttir.

B deild - Útgáfud.: 7. júlí 2008