Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 356/2010

Nr. 356/2010 7. apríl 2010
AUGLÝSING
um staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar í eitt sveitarfélag.

Með vísan til 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum, tilkynnir ráðuneytið að það hafi hinn 7. apríl 2010, staðfest sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, í umdæmi sýslumannsins á Akureyri, í eitt sveitarfélag.

Jafnframt hefur eftirfarandi verið ákveðið:

Sameining sveitarfélaganna tveggja taki gildi 12. júní 2010.

Hið sameinaða sveitarfélag skal taka yfir allt það land sem nú tilheyrir sveitarfélögunum.

Íbúar sveitarfélaganna skulu vera íbúar hins sameinaða sveitarfélags.

Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra þessum tveimur sveitarfélögum skulu falla til hins sameinaða sveitarfélags.

Skjöl og bókhaldsgögn sveitarfélaganna skulu afhent hinu sameinaða sveitarfélagi.

Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:

Kosið verður til sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags 29. maí 2010

Kosnir verða fimm fulltrúar í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, sbr. 1. mgr. 12. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.

Sveitarstjórnirnar kjósa sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Sú kjörstjórn komi í stað þeirra kjörstjórna sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórn, nr. 5/1998.

Kosið verður um nafn hins sameinaða sveitarfélags á grundvelli tillagna nefndar sem sveitarstjórnirnar hafa skipað sameiginlega, samhliða kosningum til nýrrar sveitarstjórnar 29. maí 2010. Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst sérstaklega.

Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu, 7. apríl 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 26. apríl 2010