Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 141/2014

Nr. 141/2014 30. desember 2014
FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Að ég, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, staðfesti svohljóðandi forsetaúrskurð um breyt­ingu á forsetaúrskurði nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

  1. Við g-lið 2. tölul. bætast orðin: þar með talin framkvæmd laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
  2. Í stað orðanna „málefni tollstjóra og ríkistollanefndar“ í b-lið 4. tölul. kemur: og málefni tollstjóra.

2. gr.

Í stað orðanna „sbr. þó e-lið 3. töluliðar“ í b-lið 2. tölul. 3. gr. kemur: sbr. þó f-lið 3. töluliðar og g-lið 2. tölul. 2. gr.

3. gr.

K-liður 31. töluliðar 4. gr. fellur brott.

4. gr.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 30. desember 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

A deild - Útgáfud.: 31. desember 2014