1. gr. Í lok 1. kafla um gildandi lög og reglur um ráðningar, framgang og hæfismat bætist svohljóðandi ákvæði: Háskólaráði er heimilt að útnefna heiðursprófessora við Háskólann á Akureyri samkvæmt tillögu deildarfundar. Heiðursprófessorar skulu vera þekktir, viðurkenndir sérfræðingar með framúrskarandi starfsferil á tilteknu sviði samfélagsins. Þeir skulu uppfylla almenn hæfisskilyrði sem háskólakennarar að mati formanns dómnefndar og sinna stundakennslu við viðkomandi deild. Réttindi og skyldur akademískra prófessora eiga ekki við um heiðursprófessora. 2. gr. Reglur þessar eru samþykktar á grundvelli laga nr. 40/1999 um Háskólann á Akureyri og reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 466/2007. Reglur þessar öðlast þegar gildi. Háskólanum á Akureyri, 21. desember 2007. Þorsteinn Gunnarsson rektor. Sólveig Ása Árnadóttir, varaforseti háskólaráðs. |