Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1096/2011

Nr. 1096/2011 2. desember 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 737, 20. júlí 2011, um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða.

1. gr.

Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 3. gr a, svohljóðandi:

Því aflamarki sem ekki var úthlutað í upphafi fiskveiðiársins skal úthlutað miðað við aflahlutdeild eins og hún er við gildistöku reglugerðar þessarar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 10. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 2. desember 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.

B deild - Útgáfud.: 2. desember 2011