Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 380/2010

Nr. 380/2010 30. apríl 2010
REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á regluerð nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd.

1. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. kemur nýr málsliður sem orðast svo:

Við ákvörðun hámarksverðs S-merktra lyfja, sbr. 1. mgr. 8. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, í heildsölu, tekur lyfjagreiðslunefnd að jafnaði mið af lægsta heildsöluverði í viðmiðunar­löndunum sem tilgreind eru í 1. mgr. 4. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 43. gr. og 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. maí 2010.

Ákvæði til bráðabirgða.

Verðákvarðanir skv. 1. gr. hafa ekki áhrif á verð S-merktra lyfja samkvæmt útboðs­samningum heilbrigðisstofnana sem þegar eru í gildi við gildistöku reglugerðar þessarar.

Heilbrigðisráðuneytinu, 30. apríl 2010.

Álfaheiður Ingadóttir.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2010