1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi: Strandabyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Strandabyggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum: a) | Skipta skal helmingi úthlutaðs byggðakvóta, 70 þorskígildistonnum, jafnt milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 70 þorskígildistonnum skal skipt í hlutfalli við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. maí 2007 til 30. apríl 2008. | b) | Vinnsluskyldu byggðakvóta Strandabyggðar samkvæmt 6. gr. er aflétt. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. september 2008. F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Hinrik Greipsson. |