1. gr. Við 2. mgr. 2. gr. bætist svohljóðandi ákvæði: Árshlutauppgjör skal a.m.k. innihalda þær upplýsingar sem koma fram í fylgiskjali 4. 2. gr. Við reglurnar bætist eftirfarandi fylgiskjal: Fylgiskjal 4. Eftirfarandi upplýsingar skulu að lágmarki koma fram í hálfsársuppgjöri. Hafi verðbréfa- eða fjárfestingarsjóður á tímabilinu greitt eða hyggst greiða arð, skulu tölur sýna niðurstöðu tímabilsins eftir skatta og þann arð sem greiddur hefur verið eða til stendur að greiða. I. Efnahagsreikningur. Framseljanleg verðbréf Óskráð verðbréf og peningamarkaðsskjöl Bankainnistæður Aðrar eignir Heildareignir Skuldir Hrein eign II. Fjöldi hlutdeildarskírteina. III. Gengi hlutdeildarskírteinis. IV. Eignasafn þar sem fjárfestingar eru sundurliðaðar á eftirfarandi hátt: | (a) | framseljanleg verðbréf sem hafa verið skráð eða tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir; | | (b) | framseljanleg verðbréf sem ganga kaupum og sölum á öðrum markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan og/eða hafa verið skráð eða tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða ganga kaupum og sölum á öðrum markaði í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan; | | (c) | nýútgefnum verðbréfum, enda sé í skilmálum vegna útgáfu þeirra skuldbinding um að sótt verði um skráningu verðbréfanna á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir. Skráning verðbréfa samkvæmt þessu ákvæði skal fara fram eigi síðar en einu ári frá útgáfu þeirra; | | (d) | óskráð verðbréf og peningamarkaðsskjöl. |
Við sundurliðun framangreindra upplýsinga ber að taka tillit til ákvæða í fjárfestingarstefnu verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðs er varða t.d. fjárfestingar í erlendum verðbréfum eða erlendri mynt. Þá skal tekið fram hvert hlutfall hverrar tegundar fjárfestingar er af heildareignum sjóðsins. Hafi orðið breytingar á eignasamsetningu sjóðsins á tímabilinu skal tilgreina hvaða breytingar hafa verið gerðar. 3. gr. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 88. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 46. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 792/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Reglurnar öðlast þegar gildi. Fjármálaeftirlitinu, 22. desember 2009. Gunnar Þ. Andersen. Ragnar Hafliðason. |