Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 191/2008

Nr. 191/2008 11. febrúar 2008
REGLUGERÐ
um tilkynningar um viðskipti skv. 30. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um tilkynningar um viðskipti samkvæmt 30. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

2. gr.

Efni tilkynninga um viðskipti.

Tilkynningar um viðskipti til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 30. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, skulu innihalda eftirtaldar upplýsingar:

  1. Upplýsingar sem tilgreindar eru í 13. gr. og töflu 1 í I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun, sbr. reglugerð nr. 994/2007 um innleiðingu hennar og fylgiskjal I með reglugerð þessari.
  2. Auðkenning viðskiptavinar sem fjármálafyrirtæki annast viðskipti fyrir í formi viðskiptanúmers eða reikningsnúmers, þ.e. tölu- og/eða bókstafir og er að hámarki 20 stafir. Auðkenningin skal vera sérkennandi, þannig að hún vísi einungis til viðkomandi viðskiptavinar, og skal notuð í öllum tilkynningum hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis til Fjármálaeftirlitsins um viðskipti hans.

3. gr.

Tengdir fjármálagerningar.

Tilkynningarskylda samkvæmt 30. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, nær til viðskipta með fjármálagerninga sem tengjast fjármálagerningum sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði, s.s. afleiður.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, og öðlast gildi 1. apríl 2008.

Viðskiptaráðuneytinu, 11. febrúar 2008.

Björgvin G. Sigurðsson.

Áslaug Árnadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 27. febrúar 2008