Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 785/2009

Nr. 785/2009 27. ágúst 2009
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 502/2002 um val stúdenta til náms í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Ef þörf krefur leggur heilbrigðisvísindasvið, að tillögu hjúkrunarfræðideildar, fyrir háskóla­ráð rökstuddar tillögur um fjölda stúdenta sem unnt er að taka til náms í hjúkrunar­fræði. Skal beiðni þar að lútandi send háskólaráði fyrir lok nóvember. Háskóla­ráð afgreiðir tillögur fræðasviðsins eigi síðar en í janúar.

2. gr.

2. mgr. 3. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Lágmarkseinkunn í námskeiðum á haustmisseri 1. árs er 5,0. Þeim stúdentum sem þreyta samkeppnispróf á haustmisseri 1. námsárs, og ná tilskilinni lágmarkseinkunn í öllum námskeiðum, er raðað eftir lækkandi heildareinkunn. 120 efstu stúdentarnir fá að halda áfram námi á vormisseri 1. námsárs. Ef tveir eða fleiri stúdentar eru jafnir í síðasta sæti skulu þeir báðir/allir eiga rétt til setu á vormisseri 1. námsárs.

3. gr.

1. mgr. 4. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Prófað verður úr fimm námskeiðum. Vægi þeirra er ákveðið af deildarfundi að fengnum tillögum námsnefndar og er sem hér segir:

Líffærafræði

20%

Félagsfræði

20%

Lífefnafræði

20%

Sálarfræði

20%

Heimspekileg forspjallsvísindi

20%

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar af háskólaráði skv. heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 85/2008, um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 27. ágúst 2009.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 22. september 2009