Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 218/2015

Nr. 218/2015 17. febrúar 2015
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit.

1. gr.

Breyting á reglugerð vegna nýrra samgöngustofnana.

Hvar sem orðið „Siglingastofnun Íslands“, í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglu­gerðinni, skal koma í viðeigandi beygingarfalli orðið: Samgöngustofa.

2. gr.

4. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hver skoðunarmaður skal bera á sér persónuleg skilríki í formi starfsskírteina sem gefin eru út af Samgöngustofu í samræmi við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/40/EB frá 25. júní 1996, um að taka upp sameiginlega fyrirmynd að kennivottorði fyrir skoðunarmenn sem sjá um hafnarríkiseftirlit, sbr. XV. viðauka við reglugerð þessa.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, XV. viðauki, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

XV. VIÐAUKI

Kröfur vegna starfsskírteinis fyrir skoðunarmenn við hafnarríkiseftirlit,
sbr. 4. mgr. 22. gr.

Samgöngustofa gefur út starfsskírteinið sem kveðið er á í 4. mgr. 22. gr. Starfsskírteinið skal vera með enskum texta og tilgreina a.m.k. eftirfarandi:

 

a)

Nafn Samgöngustofu.

 

b)

Fullt nafn handhafa starfsskírteinisins.

 

c)

Nýlega mynd af handhafa starfsskírteinisins.

 

d)

Undirskrift handhafa starfsskírteinisins.

 

e)

Yfirlýsingu þess efnis að handhafi skírteinisins hafi heimild til að framkvæma skoð­anir í samræmi við reglugerð þessa sem innleiðir ákvæði tilskipunar Evrópu­þings­ins og ráðsins 2009/16/EB.

4. gr.

Innleiðing á EES-gerð.

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/40/EB frá 23. júní 1996 um að taka upp sameiginlega fyrirmynd að kennivottorði fyrir skoðunarmenn sem sjá um hafnarríkiseftirlit, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 11/97 frá 14. mars 1997, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 29, 10. júlí 1997, bls. 43, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samn­ings­ins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Tilskipun framkvæmda­stjórnar­innar 96/40/EB birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 29, 10. júlí 1997, bls. 44.

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 47/2003, um eftir­lit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 17. febrúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 4. mars 2015