Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 127/2005

Nr. 127/2005 19. desember 2005
LÖG
um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
    a.    Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Í neyðartilvikum hér á landi eða þegar um annað alvarlegt hættuástand er að ræða má víkja frá skilyrðinu um undangengnar samningaumleitanir og skal einkaleyfishafa þá tilkynnt um notkunina eins fljótt og auðið er. Setja má nánari ákvæði í reglugerð.
    b.    Við bætist ný málsgrein sem orðast svo: 
               Heimilt er að veita nauðungarleyfi vegna lyfja til útflutnings til þróunarríkja og ríkja sem stríða við alvarlegan heilbrigðisvanda í samræmi við ákvörðun aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá 30. ágúst 2003 um samninginn um hugverkarétt í viðskiptum og heilbrigði almennings. Sá sem óskar eftir nauðungarleyfi skal sýna fram á að hann hafi án árangurs reynt að öðlast heimild til framleiðslu frá einkaleyfishafa í þrjátíu daga. Framangreint skilyrði um samningaumleitanir á þó ekki við þegar um er að ræða neyðartilvik eða annað alvarlegt hættuástand. Nauðungarleyfi samkvæmt þessari málsgrein verða aðeins veitt að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum í reglugerð sem samræmast fyrrgreindri ákvörðun aðalráðsins, m.a. varðandi magn og merkingar lyfjanna.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 19. desember 2005.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Valgerður Sverrisdóttir.

A deild - Útgáfud.: 29. desember 2005