Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 929/2011

Nr. 929/2011 10. október 2011
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.

1. gr.

Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 8. gr. svohljóðandi:

Skuldajöfnun skattfrádráttar.

Skattfrádráttur skv. 10. gr. laga nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, greiðist út að lokinni álagningu opinberra gjalda.

Skattfrádráttur greiðist rétthafa í einu lagi að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregin opinber gjöld til ríkissjóðs í þessari forgangsröð:

  1. Tekjuskattur.
  2. Önnur þinggjöld, sbr. þó 3. tölulið.
  3. Tryggingagjald.
  4. Vanskil launagreiðenda á staðgreiðsluskilum.
  5. Virðisaukaskattur.
  6. Vörugjöld.
  7. Aðflutningsgjöld.
  8. Bifreiðagjöld.
  9. Kílómetragjald.

Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkja­samnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 10. október 2011.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

B deild - Útgáfud.: 11. október 2011