Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 71/2015

Nr. 71/2015 9. júlí 2015

LÖG
um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum (leyfi­sveiting færð til Matvælastofnunar, innleiðing reglugerða).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:

    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Matvælastofnun heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem eru taldar upp í a–e-lið enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vöruteg­undir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir fullnægjandi vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun sé varan frá framleiðanda utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ráðherra er heimilt að banna með reglugerð innflutning á vörum, óháð uppruna, sem hætta telst á að smitefni geti borist með og hætta telst geta stafað af varðandi heilbrigði dýra.

2. gr.

    29. gr. a laganna orðast svo:

    Heimilt er ráðherra að innleiða með reglugerð reglugerðir Evrópusambandsins um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 9. júlí 2015.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.


A deild - Útgáfud.: 20. júlí 2015