1. gr. Stofnaður skal sjóður innan Háskóla Íslands til að fjármagna tímabundnar breytingar á starfsskyldum kennara við skólann sem ná afburða árangri í rannsóknum, sbr. reglur nr. 605/2006 um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands. Háskólaráð ákvarðar ár hvert framlag í sjóðinn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar háskólans fyrir komandi ár. Úthlutun úr sjóðnum rennur til fræðasviða. 2. gr. Háskólaráð skipar þriggja manna stjórn sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður árlega í samræmi við reglur þessar og fjárhagslega stöðu sjóðsins hversu miklu er úthlutað til fræðasviða. Ákvörðun stjórnar skal liggja fyrir um miðjan október og gildir hún fyrir næsta háskólaár, þ.e. komandi haust- og vormisseri. 3. gr. Forseti fræðasviðs getur sótt um úthlutun úr sjóði samkvæmt reglum þessum ef hann ákveður að nýta heimild til að færa vinnuskyldu kennara tímabundið frá kennslu til rannsókna vegna árangurs í rannsóknum sbr. 4. gr. 4. gr. Heimilt er að úthluta úr sjóðnum vegna starfsmanna sem uppfylla annað af eftirfarandi skilyrðum: Kennari hefur fengið að meðaltali 35 rannsóknastig á ári, miðað við fullt starf, úr eftirfarandi flokkum matskerfis Háskóla Íslands: Ritrýndar bækur, ISI greinar, aðrar ritrýndar greinar, þ. á m. greinar í íslenskum ritrýndum tímaritum, greinar í alþjóðlegum ráðstefnuritum og bókakaflar. Miðað er við þriggja ára meðaltal. Stjórn sjóðsins er heimilt að minnka eða auka kröfur um rannsóknastig í samræmi við fjárhagslega stöðu sjóðsins hverju sinni. Kennari hefur náð afburða árangri í rannsóknum. Með hverri umsókn skal fylgja stuttur rökstuðningur. Tilnefningar skulu berast sjóðnum fyrir 1. september ár hvert. Stjórn sjóðsins skal leggja eftirfarandi sjónarmið til grundvallar í mati sínu á árangri starfsmannsins: Kennari hefur hlotið óvenju háa styrki til rannsókna úr samkeppnissjóðum. Rit kennara hafa verið birt í virtustu tímaritum heims eða hjá virtustu forlögum heims á viðkomandi fræðasviði. Rannsóknir kennara vekja óvenju mikla athygli. Kennari hefur hlotið eftirsótt verðlaun á fræðasviði sínu. Kennari hefur sýnt annan afburða árangur í rannsóknum sínum.
Stjórn sjóðsins skal miða við að a.m.k. 80% úthlutunar hverju sinni sé vegna kennara sem uppfylla skilyrði 1. liðar 1. mgr. 5. gr. Tilfærsla vinnustunda frá kennslu til rannsókna getur verið fjórðungur eða helmingur kennsluskyldu viðkomandi kennara. Kennari sem nýtur tilfærslu fær ekki greidda yfirvinnu vegna kennslu nema að kennsluframlag fari umfram fulla kennsluskyldu hans eins og hún er, óháð tilfærslunni. 6. gr. Sjóðurinn veitir viðkomandi fræðasviði styrk sem nemur áætluðum meðaltalskostnaði við tilfærslu starfsþátta kennara. Stjórnin ákveður árlega hver skuli teljast meðaltalskostnaður vegna tilfærslu, sem nemur fjórðungi og helmingi kennsluskyldu. 7. gr. Stjórn sjóðsins getur sett sér nánari vinnureglur sem háskólaráð staðfestir. 8. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi. Háskóla Íslands, 16. nóvember 2009. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |