FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. forsetaúrskurð um breytingu á þeim úrskurði nr. 90/2014. 1. gr. 4. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn: Innanríkisráðuneyti. Ólöf Nordal fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innanríkisráðherra. 2. gr. Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi. Gjört á Bessastöðum, 4. desember 2014. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. |