1. gr. Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2010, frá 1. október 2010, öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/145/EB um tilteknar undanþágur sem varða samþykki fyrir staðaryrkjum og yrkjum í landbúnaði, sem hefð er fyrir því að rækta á tilteknum stöðum og svæðum og eru í hættu vegna erfðatæringar, og fyrir yrkjum grænmetis, sem hafa ekkert raunverulegt gildi í ræktun í viðskiptaskyni, en hafa verið þróuð til ræktunar við sérstök skilyrði og um setningu fræs af þessum staðaryrkjum og yrkjum á markað. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 71, frá 16. desember 2010, bls. 340. 2. gr. Efnisákvæði tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/145/EB falla undir nýjan 12. viðauka reglugerðar nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru. 3. gr. Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Reglugerðin tekur þegar gildi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. febrúar 2011. Jón Bjarnason. Baldur P. Erlingsson. |